Opið hús hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík verður með opið hús föstudaginn 21. febrúar í tilefni af kynningardögum Samtaka sjálfstæðra listaskóla.

Boðið verður upp á fjölbreytta og lifandi dagskrá frá kl. 10.00-18.00.
Tilvalið fyrir þá sem vilja kynna sér námsframboð skólans en opnað verður fyrir umsóknir í allar námsbrautir í þessari viku.
Langar þig að renna leir? Sauma út eða að spinna þráð? Teikna og mála eftir módeli? Láta teikna portrett mynd af þér? Nú er tækifærið en gestum og gangandi býðst að spreyta sig á ýmsum skemmtilegum verkefnum í tilefni dagsins.

Dagskrá
Kl. 10.00-15.00 - Opnar kennslustofur
Hægt verður að fylgjast með kennslu á öllum námsbrautum dagskólans.
Kl. 15.00-18.00 - Opin verkstæði í eftirfarandi deildum:

Keramik //
Í vinnustofu keramikbrautar læra gestir undirstöðuatriði leirrennslu undir handleiðslu nemenda. Einnig verður leirþrívíddarprentari brautarinnar til sýnis.

Textíll //
Nemendur á textílbraut kenna áhugasömum bæði spuna og útsaum.

Teikning //
Nemendur í teikningu verða á svæðinu með teiknifærin sín.
Hægt er að fá teiknaða mynd af sér gegn hófsamri greiðslu.

Málaralist //
Nemendur verða með opinn prufutíma í módelteikningu og málun.

Listnámsbraut og fornám //
Nemendur verða á svæðinu til að svara spurningum.
Sýnishorn af verkum.

Myndlistarbraut //
Sýnishorn af verkum.
Ath. Nemendur á Myndlistarbraut eru einungis til kl. 12 í skólanum.

Hér má sjá nánari upplýsingar um opna húsið