29. maí, 2018
FG
Íshús Hafnarfjarðar með opið hús á Sjómannadaginn kl. 13-17
Íshús Hafnarfjarðar, Strandgötu 90 verður með opið hús á Sjómannadaginn, þann 3. júní. Ljúf stemning og einstök upplifun. Gestum er boðið að rölta um króka og kima gamla frystihússins, hitta fyrir fólkið í Íshúsinu, spjalla og njóta.
Hátíðardagskrá verður að venju við fallegu smábátahöfnina í tilefni Sjómannadagsins, vinir okkar hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Siglingaklúbbnum Þyt og Hafnarfjarðarbær bera hitann og þungan af dagskránni en einnig verður opið í Fornubúðum hjá Soffíu málara, leirlistakonunum í Gáru og í Sign.
Sjá nánar um viðburðinn hér