Verið hjartanlega velkomin á opið hús í Myndlistaskólanum í Reykjavík sunnudaginn 31. mars frá kl. 14:00-17:00.
Á opnu húsi verða sýnd verk eftir nær 500 nemendur á aldrinum 4-89 ára sem sækja almenn námskeið á framhaldsskólastigi og námskeið í barna- og unglingadeild.
Starfsfólk skólans verður á staðnum til skrafs og ráðagerða fyrir þá sem vilja kynna sér betur starfsemi skólans en hægt er að sækja um nám í dagskóla fyrir næsta haust til maí loka.
Kaffi og vöfflur á boðstólum.