Vinnustofur Íshúss Hafnarfjarðar verða opnar fyrstu aðventuhelgina, 1. -2. desember, milli kl. 12 og 17 báða dagana. Það verður ljúf jólastemning þessa helgi í Íshúsinu, pop-up kaffihús og rjúkandi heitt kakó, jólakransanámskeið og sýningin 100 Fánar verður sett upp í gömlum frysti sem ekki hefur verið opinn almenningi áður.