Íshús Hafnarfjarðar verður opið milli kl. 13 og 17 á sjómannadaginn, sunnudaginn 6. júní. Starfsemi Íshússins er mörgum kunn en þar hafa hönnuðir, iðnar- og listamenn vinnurými í gömlu frystihúsi við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Gróskan er mikil og starfsemin er afar fjölbreytt en í húsinu er m.a. stunduð keramik hönnun, myndlist, tréskipasmíði, vöru- og textílhönnun, arkitektúr, gullsmíði og blómaskreytingar svo fátt eitt sé nefnt.