HANDVERK OG HÖNNUN kallar eftir verkum á sýningu á Eiðistorgi sem áætlað er að opna í apríl n.k. Verkin mega vera úr hvaða hráefni sem er, en þemaliturinn er gulur. Gulur litur minnir okkur á sól, vor og betri tíma.
Vinsamlegast hafið samband fyrir 15. mars á handverk@handverkoghonnun.is ef þið eigið verk eða eruð með verk í undirbúningi sem gætu passað inn í þetta gula, bjarta þema.