1. til 31. júlí 2021 í Vilnius, Litháen
Þræðir Íslands nýir og gamlir eru margir og fjölþættir. Sumir liggja djúpt i vitund þjóðarinnar en aðir vefjast kvikir í menningarlífi sveita og borga. Þeir greinast og leita undir yfirborð tilverunnar og aftur upp. Fara út í sjó, upp í geim og til annarra landa. Þar tengjast þræðirnir nýjum böndum, bindast saman við gamalt og nýtt. ENDALAUSIR MÖGULEIKAR.
Sumir klofna aðrir vefjast saman – VERÐA EITT.
Að ferðast um heiminn með þræði í fanginu veitir Ástu Vilhelmínu Guðmundsdóttur endalausa möguleika. Hvað kemur hún auga á? Hvað vill koma upp á yfirborðið og verða sýnilegt?
Með textíl túlkar Ásta tengingar ólíkra menningarheima. Hún beinir sjónum okkar til þess sem sameinar okkur og um leið möguleika okkar til að finna sameiginlega fleti ólíkra heima. Áþreifanlega.
Hin mjúku, hvítu teppi gefa okkur til kynna að við getum látið okkur dreyma, koma saman og þræðirnir eru endalausir.
L Á T U M O K K U R D R E Y M A.