Pappírsblóm

Verið hjartanlega velkomin á sýninguna Pappírsblóm í Hönnunarsafni Íslands.

Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam. Hún gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garcons í gegnum bókverk sitt Paperflowers.

Þann 17. júní var sýning í stigagangi Hönnunarsafns Íslands á þessu fallega og skemmtilega verkefni opnuð. 

Rúna mun bjóða upp á fjölskyldusmiðju í þrykki sunnudaginn 28. júní og sunnudaginn 5. júlí milli kl. 13-14:30 á torginu við Garðatorg 7.
Sýningin er fengin að láni frá Safnasafninu.

Vefur Hönnunarsafns Íslands

Nánar um sýninguna Pappírsblóm á Facebook