Verð fyrir þriggja daga námskeið er 39.500 kr. fyrir þá sem ekki eru í Textílfélaginu en fyrir meðlimi Textílfélagsins kostar námskeiðið 35.550 kr. Greiða þarf inn á reikning: 0133-26-020432, kt: 580380-0189
Á námskeiðinu læra þátttakendur um aðferðir við að búa til mismunandi pappír og sögu pappírsgerðar. Kennt verður á pappírsgerðarvél Textílfélagsins og læra þátttakendur hvernig á að meðhöndla mismunandi trefjar og kynnast mismunandi blöndum. Hægt verður að bæta efnum út í pappírinn til að fá mismunandi áferð og liti. Farið verður yfir frágang á römmum, vatnsbölum og afgangs trefjum. Nemendur læra að pressa pappír. Á þriðja degi verður unnið úr pappírsörkunum. Kenndar verða aðferðir til að brjóta pappírinn og lita kanta. Hægt verður að búa til bækur og/eða hefti. Í lok námskeiðs verður óformleg yfirferð með kennurum þar sem þátttakendur lýsa verkefnum sínum. Kennarar verða Bára Finnsdóttir og Jóna Imsland. Kennt verður á Textílverkstæðinu, Korpúlfsstöðum.