Annars vegar er um að ræða eitt 16 fm herbergi, mjög snyrtilegt, parket á gólfi og viður í lofti.
Leigan er 85 þúsund á mánuði, innifalið er: hiti, rafmagn, WiFi, aðgangur að fundarherbergi, eldhúsaðstöðu og setustofu.
Tvö salerni, annað með sturtu. Einnig eru þrif á sameign innifalin.
Seinna í sumar verður útbúið skemmtilegt útisvæði með grilli.
Frítt kaffi fyrir leigjendur.
Í húsinu er fólk í skapandi greinum og er leitað að fleiri slíkum í hópinn.
Einnig er til leigu annað stærra herbergi sem er 30 fm + geymsla (inn af herberginu en hún er 4.88 breidd x 1.35, löng og mjó með hillum). Mjög fallegt herbergi, bjart og hátt til lofts. Þetta herbergi gæti hæglega rúmað fjóra eða bara einn sem þarf pláss.
Verð er 120 þúsund á mánuði innifalið allt sem talið var upp hér að ofan.
Áhugasamir hafi samband við Systu á Skapandi@icloud.com eða í einkaskilaboðum á facebook Ingibjorg P Gudmundsdóttir.