PLÚS/MÍNUS HUNDRAÐ

Ljósmynd: Steinrún Ótta Stefánsdóttir.
Ljósmynd: Steinrún Ótta Stefánsdóttir.

Á síðasta ári vann Hús Handanna á Egilsstöðum undir stjórn Láru Vilbergsdóttur að þróun nýrrar vöru í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. Verkefnið var samstarfsverkefni Steinrúnar Óttu Stefánsdóttur vöruhönnuðar og Listiðjunnar Eik á Miðhúsum og framleitt að hluta hjá Pes grafískri hönnun í Fellabæ.

Afurð samstarfsins nefnist PLÚS/MÍNUS HUNDRAÐ og samanstendur af brauðmóti til að þrykkja mynstur í pottbrauð ásamt uppskrift og hörviskastykki með kynjamerkjunum hann, hún og hán. Varan er hönnuð og framleidd í héraði og er úr austfirskum efnivið að mestu leyti. Verkefnið hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í byrjun árs 2018.

Hér má lesa meira um verkefnið á Austurfrett.is