Föstudaginn 6. september kl. 17.30 – 19.00
Fátt gæti passað betur við sýninguna Borgarlandslag en götubiti.
Eftir leiðsögn Paolo Gianfrancesco um sýninguna, þar sem hann leggur sérstaka áherslu á Varsjá, tekur Pola Sutryk við keflinu. Pola, sem er frá Varsjá hefur nýlega sest að í Reykjavík og ætlar að segja okkur sína sögu af Varsjá í gegnum götubita (e.street food), drykk og forvitnilegan eftirrétt , sem var hannaður eftir stríð sem tákn endurreisnar höfuðborgarinnar.
Veitingar: Pola Sutryk, kokkur og kennari, með brennandi áhuga á ferðalögum, sjálfbærni í matargerð, staðbundnu lostæti, listum, hönnun og kvikmyndum, sem reynir stöðugt að vinna með allar þessar ástríður í einu! “I fell in love in the Icelandic way of living, the light, colors and landscapes and I’ve never felt more peaceful in my life.”
Lagalisti: Pan Thorarensen tónlistarmaður, framleiðandi og listrænn stjórnandi á Extreme Chill Festival, Berlin X Reykjavik og The New Neighborhoods Festival, sem var vettvangur fyrir íslenska og pólska tónlistarmenn
Veislustjóri: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.
Leiðsögn um sýninguna (á ensku): Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags.
Aðgangseyrir: 1500 kr - frítt fyrir börn
Leiðsögn um sýninguna, smakk af Póllandi, veitingar.
Miðar verða seldir á staðnum.