Sweet Salone pop-up markaður í Mengi

Verið hjartanlega velkomin á pop-up markað Sweet Salone í Mengi.

Opnunarteitið verður föstudaginn 5. nóv. milli klukkan 16-18. Léttar veitingar og gleði!
Opið laugardag kl. 12-17 og  sunnudag kl. 14-17.
 
Allar vörur eru hannaðar af Hugdettu og framleiddar undir merkjum Sweet Salone í Sierra Leone. Fullt af bast- og keramikvörum - hvað er betra en að gefa jólagjöf sem unnin hefur verið af ást og umhyggju og allt ferlið frá hönnun til sölu gert á sanngjarnan og sjálfbæran hátt?
Þetta verkefni er mjög mikilvægt fyrir samstarfsfólkið í Sierra Leone en Hugdetta er langstærsti kúnninn þeirra og hefur framleiðsla haldið áfram í gegnum allan heimsfaraldurinn. Allar vörurnar eru handgerðar í Sierra Leone en samstarf íslensku hönnuðina og handverkafólksins hefur vaxið og dafnað undanfarin fjögur ár og er nú um helgina er einstakt tækifæri að njóta afrakstursins.
Hugdetta hefur opnað nýja vefsíðu þar sem hægt er að skoða vörurnar og fræðast um samstarfið: www.hugdetta.com

Hægt er að finna nánari upplýsingar um pop-upmarkaðinn á Facebook.