PopUp Verzlun leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkaðinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsi sem haldinn verður laugardaginn 11. desember 2021. Opnunartími frá klukkan 11 - 17.
Hönnuðir, fyrirtæki, studio og myndlistarfólk er hvatt til að sækja um fyrir 22. nóvember.
Öllum umsóknum verður svarað að loknum fresti.
Sækja má um þátttöku á:
popupverzlun@gmail.com og https://forms.gle/g6MgoFnVYokWWvjK6
Þátttökugjald er 38.000 kr.
Innifalið í gjaldi er þátttaka, fjölmiðlakynning á markaðnum, samfélagsmiðlakynning á þátttakendum, 3m2 pláss með borði, stól & rafmagni.
Með umsókn þarf að fylgja:
• Ein mynd; í prentgæðum sem nota má í fjölmiðlum
• Hlekk á síður vörumerkis; vefsíða/instagram/FB
• Nafni merkis og fullt nafn & símanúmer tengiliðs.
• 1-2 málsgreinar um vörumerki fyrir samfélagsmiðla.
• 1-2 málsgrein um hvaða vörur umsækjandi hyggst selja/kynna á deginum.
Val þátttakenda er vandað að venju og gert í takt við stefnu PopUp Verzlunar.
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.