Hönnuðir og myndlistamenn koma nú saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum og listaverkum af ýmsum toga verður til sölu fyrir jólapakkann í ár.
POPUP ELDHÚS verður staðsett á annari hæð þar sem kaffihúsið var, Freyr Karel Branolte og Kjartan Óli Guðmundsson í Borðhaldi eru gestakokkar í ár, en þeir eru þekktir fyrir að búa til himneskar matarupplifanir með hráefni úr nærumhverfi sínu. Fjölskyldur og vinir geta því létt á sér og látið leika við bragðlaukana. Ástrík poppkorn verður með street food stemningu við austurinngang safnsins þar sem poppvélin spilar hlutverk. Hönnuðir og listamenn verða staðsett í portinu og fjölnotarýminu beint á móti.
Þátttakendur eru 43 talsins og þar af eru 23 hönnuðir sem ekki hafa tekið þátt áður.
And Anti Matter, inosk, DisDis, Embla, DayNew, Ragna Ragnarsdóttir, Usee Studio, Fluga, Lauga&Lauga, Meiður, URÐ, SIF, Sigrún Jóna Norðdahl, Iceramics, Cool Design, You Me & All, TAKK Home, Fánapokar, Ása Bald Handwoven, Gentle North, Stóra Lúna, Bergrún Íris, Nordic Heritage, DIMMBLÁ, Angan, Frostwear, Birna, Dóttir, IIDEM, Yolaine Giret, Guggzý, Óskabönd, Varpið, Glingling, Emmanuelle Hiron, Íkorninn Design, Sigurborg Stefánsdóttir, Bardúsa, Deqqor, SKER hönnunarhús, HN Gallery, Edda Mac, Ró naturals, Wetland.
Góð skemmtun fyrir alla þar sem hægt verður að finna eitthvað fyrir alla í jólapakkann og styðja íslenska hönnuði og listamenn.
Nánari upplýsingar má finna hér