Á staðnum verða kennarar og sýnishorn og því kjörið fyrir áhugasama að koma og kynna sér námskeiðin með því sjá og þreifa á sýnishornum. Á haustönninni er að venju boðið upp á fjölbreytt námskeið, má þar nefnda vefnað, útsaumur, tóvinna, prjón, hekl, þjóðbúningasaumur, sápugerð, sólarlitun og jurstasmyrsl. Húsið opnar kl. 19 en stuttar kynningar á ýmsu skemmtilegu sem tengist prjóni eða handavinnu hefjast kl. 20.
Í kvöld er tvöföld ástæða til að bregða sér í Nethylinn því nú er 30% AFSLÁTTUR af ÁLAFOSSLOPA, HOSUBANDI og EINBANDI frá Ístex.
Prjónakaffið er öllum opið – verið velkomin!
Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins: Fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði stendur Heimilisiðnaðarfélagið fyrir prjónakaffi í húsnæði sínu í Nethyl 2e. Heimilisiðnaðarfélagið hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi. Á staðnum er selt ljúffengt kaffi og meðlæti á vægu verði.