27. janúar, 2021
FG
Textílmiðstöð Íslands stendur fyrir spennandi prjónanámskeiði með Deborah Gray á netinu.
Langar þig að prófa eitthvað nýtt í prjóni, stíga aðeins útfyrir boxið og láta reyna á hugmyndaflugið? Hvernig líst þér á að læra að hanna og prjóna þín eigin póstkort?
Netnámskeið fimmtudagskvöldin; 18., 25. febrúar & 4. mars, kl: 19.30 – 21.30.
Námskeiðið fer fram á ensku.
Námskeiðið skiptist í 3 hluta. Í fyrsta hlutanum er farið í gengum hönnunarferli póstkortsins og í öðrum hluta er farið í prjónatæknina sem þarf til. Í þriðja hluta námskeiðsins sýna þátttakendur og segja frá sínum póstkortum og geta leitað ráða ef á þarf að halda.
Deborah Gray er skosk textíllistakona sem kennt hefur pjón og ullarvinnslu í áratugi. Hún hefur prjónast á við Sue vinkonu sína með þessum hætti í 2 ár, innblásin af
#knittedcorrespondence á Instagram og KNITSONIK bókinni Stranded Colorwork Sourcebook eftir Felicity Ford. Þær stöllur prjónast á um hversdagslega hluti, atburði og upplifanir.