Rafall // Dynamo - útskriftarsýning LHÍ

Rafall // Dynamo
18.05 – 29.05. 2022 // Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið

Listasafn Reykjavíkur hýsir útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild, hönnunardeild og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni getur að líta lokaverkefni 73 nemenda í myndlist, grafískri hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Verkin á sýningunni endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár.

Sýningastjórar eru Arnar Ásgeirsson (myndlist), Rúna Thors (vöruhönnun), Þórunn María Jónsdóttir (fatahönnun), Adam Flint (grafísk hönnun), Dagur Eggertsson og Hjördís Sóley Sigurðardóttir (arkitektúr).

Sýningin stendur til mánudags 29. maí og er aðgangur ókeypis á meðan sýningunni stendur.

Öll velkomin.

Rafall
BA sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands 2023
Rafall er ummyndandi fyrirbæri; breytir vélrænni orku í straum sem líður fram á við. Sýningarheitið inniheldur bæði flæði og hreyfingu; gefur til kynna ólíkar einingar sem raðast upp og mynda heild.
Rafall er líka táknmynd fyrir hömlulausan einstakling, orkumikinn, getumikinn og ákveðinn.
Nemendur LHÍ spretta úr hamlandi aðstæðum heimsfaraldri, en sýna seiglu vélarinnar sem vinnur til framtíðar.

BA sýning Listaháskóla Íslands 2023 kynnir útskriftarverkefni yfir 70 nemenda af hönnunar-, arkitektúr- og myndlistarsviði.

Sjá nánar á vef Listaháskóla Íslands