Hér er hægt að skoða alla dagskrá Safnanætur og Vetrarhátíðar
Á Safnanótt verður hægt að taka sérstakan Safnanæturstrætó á milli safna og sýninga.
Setning Vetrarhátíðar 2019 fer að þessu sinni fram við Hallgrímskirkju í kvöld, þann 7. febrúar kl. 19.45. Opnunaratriðið er ljósainnsetningin Passage eftir listamannahópinn Nocturnal frá Nýja Sjálandi sem er unnin í samvinnu við List í ljósi. Verkinu verður varpað á Hallgrímskirkjuturn. Unnið er með íslenska arfleið og mun verkið vekja turninn til lífsins með mynd og hljóði. Verkið verður til sýnis öll kvöld á hátíðinni frá kl. 19.00 - 23.00.