SAFNANÓTT 2020

Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 7. febrúar 2020 en þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá frá klukkan 18:00 til kl 23.00.

Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita gestum nýja sýn á söfnin. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðarlausu. Frítt er í sérstaka Safnanæturstrætó á milli allra safnanna.

Sjá dagskrána á vef Vetrarhátíðar.

VETRARHÁTIÐ Í REYKJAVÍK

Vetrarhátíð verður haldin dagana 6. – 9. febrúar 2020 og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni.