Samsýning í Gallerí Gróttu

Samsýning á HönnunarMars í Gallerí Gróttu.

20. maí - 5. júní 2021

Huggulegt líf með Lúka - Línan Huggulegt líf er hönnun Brynhildar Þórðardóttur og snýst um notalegt andrúmsloft, innri ró og frið. Um er að ræða umhverfisvænan og sjálfbæran húsbúnað. Vörurnar eru framleiddar úr náttúrulegum hráefnum á borð við birki, eik, ull og pappír en einnig stáli, steypu og gleri. Unnið er með róandi liti þar sem brúnir tónar eru ríkjandi ásamt rauðum, gulum, bláum og gráum.
MAGAMÁL er samvinnuverkefni Helgu Hrannar Þorleifsdóttur og Ingibjargar Óskar Þorvaldsdóttur. Þær vinna í svörtum leir með innblástur frá íslenskri náttúru og veðráttu. Þetta eru handunnin og handmáluð matarílát sem samanstanda af diskum, skálum, fötum og bökkum ýmiskonar, sem spila saman í matarlínu sem nefnist MAGAMÁL.
Sýnendur:
- Brynhildur Þórðardóttir er með BA Í textíl- og fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og með meistaragráðu í tæknilegum textílum og atgervisfatnaði. Hún hefur unnið sem sjálfstætt starfandi fatahönnuður fyrir ZO-ON og Varma og sem búningahönnuður fyrir Poppoli kvikmyndagerð. Brynhildur hefur verið tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir verk sín. Hún rekur í dag hönnunarfyrirtækið Lúka Art & Design.
- Helga Hrönn Þorleifsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991, sem grafískur hönnuður. Hún er með diplóma frá Prisma á vegum Listaháskóla Íslands og Hàskólanum á Bifröst og í Mótun –leir frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Helga rekur vinnustofu ásamt fleiri listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 90.
- Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands með sögu og textílmennt sem valgreinar og sömuleiðis réttindi til smíðakennslu frá sama skóla. Hún lauk diplómanámi í Mótun frá Myndlistaskólanum og er með vinnuaðstöðu í Íshúsi Hafnarfjarðar.
 

Á Facebook síðu Gallerí Gróttu má finna nánari upplýsingar um sýninguna 

Instagram síða Lúka Facebook síða Lúka

Vefsíða Ingibjargar / Ingibjörg Ósk á Instagram