Á einu kvöldi er hægt að læra grunnatriði sápugerðar í heimahúsum. Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að því loknu er sýnikennsla þar sem gerð er sápa sem nemendur fá með sér heim. Kennari er Ólafur Árni Halldórsson sem árum saman hefur kennt sápugerð og rekið sápugerðina Sápan.
NÁMSKEIÐ I:
Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 3. október - þriðjudag kl. 18 – 21.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.
Staðsetning: Nethylur 2e
NÁMSKEIÐ II:
Kennari: Ólafur Árni Halldórsson.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 4. október - miðvikudag kl. 18 – 21.
Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.
Staðsetning: Nethylur 2e
SKRÁNING: Fer fram í tölvupósti skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500 með upplýsingum um nafn, símanúmer og kennitölu greiðanda.