Sápukúluvinnustofa

Sápukúluvinnustofa í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 19. ágúst kl. 13-15.

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar.  Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þátttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram.  Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins.

Sjá nánar á Facebook síðu Hönnunarsafnsins.