Námskeiðið eru hugsað jafnt fyrir þá sem eru byrjendur í leirmótun sem og lengra komna. Eiginleikar efnisins verða kynntir og farið er í helstu aðferðir til mótunar. Áhersla er lögð á aðferðir til skreytingar þar sem unnið er með fjölbreytt form, þau skoðuð og velt upp möguleikum á samsetningu og samspili, innihalds og skreytinga. Nemendur eru hvattir til eigin listsköpunar með tilliti til efnis, forms og skreytinga. Námslok miðast við 80% mætingu.
Kennari: Svafa Björg Einarsdóttir