Ný sýning var opnuð í Listastofunni, Hringbraut 119 þann 12. apríl. Það er listamaðurinn Carissa Baktay sem heldur sýninguna sem ber yfirskriftina Sharp Places. Hún er myndhöggvari sem býr og starfar í Kanada og á Íslandi. Á sýningunni eru hundruð metra af glerþræði og hrosshári sem mynda form sem minna á æskuna. Verkin virðast þyngdalaus, fljótandi í geimnum. Áferð, lína og þyngd eru verkfæri sem notuð eru til að lýsa persónulegum frásögnum.
Sýningin stendur til 27. apríl.