Bókverkasýning
Í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík, 16. júní – 3. júlí 2022.
,,SIGLA BINDA“ er samvinnuverkefni tveggja listhópa: Arkir frá Íslandi og Codex Polaris frá Noregi. Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu eru 10 talsins, fimm frá hvoru landi. Kveikjan að samstarfinu er sameiginleg ástríða allra þátttakenda fyrir bókverkalistinni, metnaður til að skapa nýja list og áhugi á samvinnu og samtali um menningararfinn. Menning Íslands og Noregs eiga sér sameiginlegar rætur, í tungumáli og sögu og lífsbaráttu í norðrinu.
Þátttakendur í sýningunni eru: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Marhaug, Imi Maufe og Randi Annie Strand.
Opnun sýningarinnar verður fimmtudaginnn 16. júní kl. 17:00.
Sýningin er opin alla fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 13 – 17.
Allir velkomnir.