Opnun yfirlitssýningar Sigríðar Laufeyjar Guðmundsdóttur verður í Herberginu í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík laugardaginn 19. jan. kl. 15-17.
Sigríður Laufey Guðmundsdóttir sem varð níræð í vor hefur skapað leirlistaverk síðan hún útskrifaðist úr Myndlista- og Handíðaskóla Íslands 1984 eftir að hafa lokið námi í bæði vefnaðardeild og keramíkdeild.
Sigríður hefur starfað sem leirlistakona í tæp 40 ár og eftir hana liggja hátt í þúsund einstök leirlistavkerk. Hún sýnir nú verk sín í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4 í Reykjavík.
Sýningin er yfirlitssýning.
Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 19. janúar kl. 15-17 og eru allir velkomnir!
Sýningin stendur til 26. janúar og er opin á opnunartíma verslunarinnar mánud. - föstud. kl. 10 - 18 og laugard. 10-17.