Þann 17. janúar var sýningin Skál á viku opnuð í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi.
Á sýningunni er sýndur afrakstur verkefnis Andra Snæs Þorvaldssonar Skál á viku, en allt árið 2018 renndi Andri Snær eina skál á viku, alls 52 skálar. Skálarnar eru mjög fjölbreyttar bæði hvað varðar form og efni.
Sýningin mun standa til og með 8. febrúar.
Opið er virka daga kl. 9.00 - 16.00.