01. mars, 2022
FG
Skráning er hafin á Young Craft 2022!
Young Craft eru samnorrænar handverksbúðir sem ætlaðar eru ungu fólki á aldrinum 16-22 ára. Að þessu sinni er Young Craft haldið í Skjern í Danmörku dagana 29. júní til 3. júlí og er þema ársins 2022 sjálfbærni. Hugmyndin að baki Young Craft er að "ungur kenni ungum" og því eru kennararnir allir undir þrítugu og koma þeir frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi. Fulltrúi Íslands árið 2022 er Álfrún Pálmadóttir textíllistamaður, og mun hún bjóða upp á vefnaðarnámskeið þar sem gamall textíll verður í forgrunni.
Skráning er til 15. mars 2022, allar nánari upplýsingar má nálgast hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands með því að senda tölvupóst á Kristínu Völu:
hfi@heimilisidnadur.is