Verk hennar á sýningunni nefnist Manngert – fyrir þá hógværu og sýnir afstætt landslag með fjöllum og húsum í framandi heimi. Skúlptúrar Steinunnar eru úr fjölbreyttum efnivið, svo sem keramik, striga, leir, svampi, gler og sandi. Steinunn kennir aðferðir sem hún nýtir sjálf við skúlptúrgerð og gestum gefst færi á að skapa sitt eigið landslag eða heim með óhefðbundnum efnum.
Steinunn (f. 1984) útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2011 og lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Hún býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarrýmið Harbinger en hefur einnig fengist við útgáfu bóka og bókverka.
Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. Leiðbeinendur tala íslensku, arabísku, frönsku, ensku og er markmiðið að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima. Verkefnið er styrkt af nefnd um fullveldisafmæli Íslendinga.
Smiðjan er opin öllum og er þátttaka gestum að kostnaðarlausu.