Það sem í þessu felst er í stuttu máli:
Komið er fram við gestahönnuð/listamann eins og hvern annan hönnuð í búðinni nema viðkomandi kemur ekki að rekstri verslunarinnar. Þ.e. viðkomandi tekur engar vaktir, situr ekki fundi og þess háttar. Gesturinn fær gott pláss fyrir sínar vörur og er að sjálfsögðu auglýstur á samfélagsmiðlum til jafns við aðra. Gesturinn leigir minnst í einn mánuð en það er mögulegt að vera lengur.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta frábæra tækifæri og fyrirkomulag nánar, geta sent póst á skumaskot23@gmail.com og óskað eftir frekari upplýsingum.
Hér er vefur Skúmaskots og Skúmaskot má einnig finna á Facebook og Instagram.