SMÁSTUNDAMARKAÐUR

Smástundamarkaður  í safnbúð Hönnunarsafns Íslands  

Einstakt tækifæri til að eignast upprunalega teikningu eftir Helgu Björnsson. Helga starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Þrjátíu teikningar verða í boði. Verð á teikningu 17.500 kr.