Laugardaginn 27. janúar verður Doppelganger með smástundarmarkað frá kl. 12:00-17:00 í safnbúð Hönnunarsafnsins.
Doppelganger fatalínan er samvinnuverkefni hönnuðanna Guðrúnar Lárusdóttur og Rögnu Fróða. Hugmyndafræðin á bakvið prjónalínuna er unnin út frá fagurfæðilegu og vistvænu sjónarmiði. Leitast er eftir því að gera skemmtilega, tímalausa vöru úr umhverfisvænu hráefni ull og silki. Listin að halda á sér hita tekin á efsta stig. Vörurnar verða í boði með 20% afslætti.
Nánari upplýsingar hér