SMÁSTUNDAMARKAÐUR - Einrúm, band og prjónabók

Laugardaginn 24. febrúar verður Einrúm með smástundamarkað í safnbúð Hönnunarsafnsins  á milli klukkan 12-17. Einrúm er íslenskt band unnið úr ull og taílensku silki. Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt á heiðurinn af bandinu sem er mun mýkra og léttara en ullin ein og sér. Kristín mun kynna bandið ásamt nýrri uppskriftarbók sem hönnuð er í samstarfi við grafíska hönnuðinn Snæfríð Þorsteins. Sérstakur kynningarafsláttur á bók og bandi.

Sjá nánar um Einrúm: https://yarn.einrum.com