Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW, ríða á vaðið með sölu á sýnishornum laugardaginn 7. okt. frá 12 - 17.
Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir:
Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.
Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ.