Gullsmiðja Gretu Maríu, Smávinir og Leir7eru opin verkstæði þar sem hægt er að fylgjast með gerð ólíkra muna úr eðalmálmum, íslensku birki og leir frá Ytra-Fagradal. Skartgripir, trémunir og keramik í fjölbreyttu úrvali eru til sýnis og sölu.
Opið er í Smiðjum sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl. 14 - 17 og laugardaga kl. 14 - 16.
Greta María, Lára og Sigga hlakka til að taka á móti ykkur í Hólminum.