Sokkar frá Íslandi - ný prjónabók

Hélène Magnússon var að gefa út nýja prjónabók, Sokkar frá Íslandi. Áður hefur Hélène gefið út bækurnar Rósaleppaprjón í nýju ljósi (sem fékk Fjöruverðlaunin 2007) og Íslenskt prjón. Sokkar frá Íslandi er fyrsta prjónabókin sem Hélène gefur út sjálf (Prjónakerling ehf.) en hún kemur líka út á ensku og frönsku.

Í bókinni Sokkar frá Íslandi endurvekur Hélène Magnússon sokkahefðir á Íslandi og gefur þeim nýtt líf. Bókin segir ýmislegt um sögu sokkaprjóns á Íslandi og er það bæði heillandi og hrífandi hvernig einfalt sokkapar getur afhjúpað brot úr daglegu lífi Íslendinga. Bókin inniheldur einnig 17 sokka-uppskriftir með sterkum íslenskum blæ. Hélène sótti innblástur í gamla íslenska sokka, eldgamlar uppskriftir en einnig í hefðbundna íslenska vettlinga. Sokkarnir koma í mörgum stærðum og eru notaðar allskyns aðferðir.
Sokkarnir í bókinni eru prjónaðir með Kötlu sokkabandi úr íslenskri lambsull, garn sem Hélène hannaði sérstaklega fyrir sokkaprjón.
Skemmtileg staðreynd um sokkabókina: Loretta Napoleoni skrifaði formála en hún er metsöluhöfundur mest þekkt fyrir bækur sínar um alþjóðlega fjármögnun og hryðjuverkastarfsemi!
Áhugavert staðreynd um Hélène: á fullorðinsaldri greindist hún á einhverfurófi. Þetta umbreyti lífi hennar en í dag er Hélène er sannfærð um að einhverfan hafi verið henni styrkur til að koma á fót framleiðslu af sínu eigin garni og nú einnig til að fara í eigin útgáfu.

Hægt er fá frekari upplýsingar hjá Hélène í síma  6613273 eða á helene@helenemagnusson.com 

Um Hélène: Hélène Magnússon er franskur/íslenskur hönnuður. Hún úskrifaðist úr fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Hún telur að besta leiðin til að varðveita hefðir sé að halda áfram að nota þær og gefa þeim nýtt líf. Hún starfaði um skeið sem lögmaður í París og vann árum saman sem fjallaleiðsögumaður þar til hún stofnaði prjónahönnunarstúdióið sitt árið 2010.
Hún hefur öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir sérstakan stíl innblásinn af hefðinni með nútímalegu ívafi. Hélène hefur áður gefið út prjónabækurnar Rósaleppaprjón í nýju ljósi (sem fékk Fjöruverðlaunin á Góugleði, árið 2007) og Íslenskt prjón og hafa prjónauppskriftir og greinar frá henni verið birtar víða í tímaritum, bókum og á vefsíðu hennar.
Í von um að það myndi hjálpa til við að endurvekja gamlar hefðir, hannaði hún sitt eigið einstaklega fíngert og mjúkt band úr hreinni íslenskri lambsull (Love Story, Gilitrutt og Katla). Hún er frumkvöðull á þessu sviði og er Love Story Einbandið hennar fingerðasta óblandaðri íslenska bandið sem er framleitt í dag.
Hélène miðlar ósvikinni ástríðu sinni á ríkum prjónaarfi Íslands í göngu- og prjónaferðum sem hún hefur skipulagt og leiðbeint árið um kring á Íslandi i meira en 10 ár.
Hún er fæd árið 1969 og býr í Reykjavík.