SÓLARLITUN

SÓLARLITUN

Tveggja kvölda námskeið í sólarlitun verður haldið í Heimilisiðnaðarskólanum 20. og 21. september. Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni. Notuð er svokölluð „mjólk” sem textíllitum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efni, til að mynda með þurrkuðum laufblöðum eða öðrum formum. Fyrra kvöldið er efnið litað en seinna kvöldið er gengið frá efninu og saumað veski/budda. Námskeiðið er kjörið fyrir textílkennara og aðra sem vinna með börnum því sólarlitun hentar fólki á öllum aldri. Nemendur á námskeiðinu fá 20% afslátt af litunarefnum. 

Kennari: Sigurlaug Helga Jónasdóttir og Sigríður Poulsen.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 20. og 21. september - miðvikudag og fimmtudag kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 17.400 kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Staðsetning: Nethylur 2e

Skráning á skoli@heimilisidnadur.is