Heimilisiðnaðarskólinn Við Nethyl 2e í Reykjavík hefur um árabil haldið spennandi handverksnámskeið - dagskrárbækling haustsins má nálgast á pdf-formi hér. Námskeiðin eru blanda af þjóðlegum námskeiðum og spennandi nýjungum og vara allt frá einni kvöldstund upp í tólf vikur.
Jurtalitun, orkering, þjóðbúningasaumur, prjón, körfuvefnaður, sápugerð, sólarlitun, orkering, vattarsaumur, körfuvefnaður, gimb, knipl, útsaumur, hekl, baldýring, möttulsaumur, tóvinna, vefnaður, útsaumur, origami og sápugerð eru á meðal námskeiða. Vekjum sérstaka athyli á dagnámskeiði í þjóðbúningasaumi – sjá hér.
Skráning fer fram á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500. Skráningu þarf að fylgja heiti námskeiðs, nafn þátttakanda, kennitala, símanúmer og netfang. Krafa fyrir námskeiðsgjöldum er birt í heimabanka nema annars sé óskað.