Endurmenntunarskólinn býður upp á námskeið fyrir almenning og sérhæfð námskeið fyrir starfsfólk ólíkra atvinnugreina til sjós og lands ásamt undirbúningsnámskeiðum fyrir sveinspróf í iðngreinum Tækniskólans.
Kvöld- og helgarnámskeiðin hjá Endurmenntunarskólanum eru af margvíslegum toga. Sem dæmi um spennandi námskeið má nefna trésmíði fyrir konur, eldsmíði, húsgagnaviðgerðir, málmsuðu, gítarsmíði, útskurð, silfursmíði, bólstrun og saumanámskeið.
Hér er hægt að kynna sér fjölbreytt úrval námskeiða Endurmenntunarskólans