Formaður Félags trérennismiða á Íslandi hefur sett sig í samband við HANDVERK OG HÖNNUN með hugmynd að spennandi samstarfi. Félag trérennismiða er stórt félag sem var stofnað 1995 og eru félagsmenn vel á annað hundrað. Það hafa nokkrir félagar gefið sig fram og hafa áhuga að stofna til samstarfs við handverksfólk og hönnuði. Eðli og umfang samstarfsins er ekki búið að ræða og mun það verða samkomulagsatriði milli þeirra sem kjósa að stofna til samvinnu.
Við viljum hvetja alla sem hugsanlega hafa áhuga á slíku verkefni að hafa samband við skrifstofu HANDVERK OG HÖNNUNAR sem fyrst, en í síðasta lagi 1. júní 2019.