05. október, 2022
FG
Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnar á fimmtudag, 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi.
Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.
Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október.
Lokadagur 31. október.