Innleiðing á hringrásarhugsun í byggingariðnaðinum er aðkallandi verkefni þar sem mikil þörf er á að efla og styrkja þverfaglegt samtal allra fagaðila sem koma að virðiskeðjunni.
Samtalið hefst á ávarpi frá Guðrúnu Ingvarsdóttur, forstjóra FSRE og svo koma innlegg frá tveimur erlendum sérfræðingum, þeim Helle Redder Momsen, stjórnanda hjá Nordic Sustainable Construction og Alexander van Leersum, framkvæmdastjóra Build to Impact.
Í kjölfarið verða panelumræður frá fjölbreyttum hópi hagaðila sem fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir stýrir. Í panel verða: