Vinnustofan verður undir leiðsögn þýska listamannsins Thomas Rappaport og verður haldin um hvítasunnuna í Vallanesi í Fljótsdalshéraði.
Thomas Rappaport er listgreinakennari að mennt og prófessor í fullorðinsfræðslu ásamt því að vera listamaður með áherslu á stóra viðar- og ísskúlptúra. Hann hefur dvalist þrjú síðustu ár að hluta á Íslandi og unnið að list sinni í rekavið af norðausturhorninu og einnig í lerki úr Hallormsstaðaskógi.
Vinnustofan fjallar um skógarmenningu, skóginn sem rannsóknarsvæði, tréð sem kennara, gamla handverkshefð, lágtækni í vinnslu viðsins, grófsmíðuð húsgögn, skúlptúra og hönnun úr trénu sem verður á vegi þínum.
Hvar: Vallanes Fljótsdalshéraði
Hvenær 1.-5. júní 2017
Skráning og upplýsingar: lara@make.is eða í síma 470 3806 / 899 4373
Þátttökugjald: kr. 35.000.- per þátttakanda
Hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi í Vallanesi ef óskað er og einnig verður tilboð af matseðli í Asparhúsinu.