KHVC Konsthantverkscentrum, samstarfsaðilar HANDVERKS OG HÖNNUNAR í (NNCA) Nordic Network of Crafts Associations, stendur fyrir Stockholm Craft Week. Stockholm Craft Week er fjögurra daga löng hátíð listhandverks í Stokkhólmi og nágrenni og stendur frá 3. til 6. okt. Fjölmargir viðburðir, málstofur og sýningar munu fara fram þessa daga. Einkagallerí, opinber gallerí, söfn og vinnustofur munu opna dyr sínar til að varpa ljósi á þessa margþættu listgrein en í Svíþjóð er rík handverkshefð. Á Stockholm Craft Week gefst fólki frábært tækifæri til að kynnast sænsku samtíma listhandverki.
Hér er hægt að kynna sér fjölbreytta dagskrá Stockholm Craft Week.