Eins og fram hefur komið er sú staða komin upp að ekki fæst lengur nægt fjármagn frá stjórnvöldum til að hægt sé að halda starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR áfram. Þetta hefur vakið mikil viðbrögð hjá þeim fjölmörgu sem hafa nýtt sér þjónustu HANDVERKS OG HÖNNUNAR í gegnum tíðina. Nú hefur einstaklingur úr þeirra hópi sett af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að sjá til þess að starfsemi HANDVERKS OG HÖNNUNAR fái viðunandi fjárveitingu til að halda úti sínu öfluga og menningarlega mikilvæga starfi.
Undirskriftalistann má finna ísland.is