Styrkir til iðnnáms

Umsóknir um styrki 2018

Kvika auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Hvatningarsjóði Kviku vegna skólaársins 2018-2019.  

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2018.

Umsóknir skulu sendar á netfangið hvatningarsjodur@kvika.is.

Sérstök úthlutunarnefnd fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Úthlutunarnefndina skipa Íris Arna Jóhannsdóttir frá Kviku, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla.

Úthlutunarreglur sjóðsins má finna hér

Nánari upplýsingar veitir Íris Arna Jóhannsdóttir, forstöðumaður skipulagsþróunar samstæðu, í síma 540 3200.

Um Hvatningarsjóðinn

Hvatningarsjóðurinn er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins sem hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf.

Styrkja þarf ímynd iðnnáms og starfa sem því tengjast og efla áhuga og vitund grunnskólanema, foreldra, atvinnurekenda og almennings á mikilvægi iðnnáms. Skortur er á iðnmenntuðu fólki og er sá skortur víða orðinn hamlandi fyrir starfsemi fyrirtækja. Með Hvatningarsjóði Kviku viljum við bregðast við þessu með styrkjum til nema í iðnnámi. Sérstök áhersla er lögð á að auka hlutfall kvenna og eru konur því sérstaklega hvattar til að skoða þau tækifæri sem bjóðast.