Dagskrá stærstu hönnunarhátíðar landsins er komin í loftið með um 80 sýningum sem endurspegla einstaka grósku íslensks hönnunarsamfélags á þessum umbrotatímum.
Opinberar dagsetningar hátíðarinnar eru 19. - 23. maí en hátíðin breiðir úr sér yfir mánuðinn. Engir stórir og mannmargir viðburðir eru á hátíðinni í ár vegna Covid og öll áhersla á sýningar hönnuða og arkitekta sem eru um allt höfuðborgarsvæðið og nágrenni. Rafræn málþing og hlaðvörp tengd hönnun og arkitektúr eru meðal nýjunga í dagskrá hátíðarinnar í ár.
Allar sýningar og sýningarstaðir HönnunarMars fylgja gildandi sóttvarnarreglum er varða samkomutakmarkanir og grímuskyldu.