Norræna húsið opnaði sýninguna BORGARVERAN í aðalsýningarrými hússins, 25. maí sl. Sýningin stendur yfir til hausts og henni fylgja margir áhugaverðir viðburðir um arkitektúr og hönnun. Á sýningunni skyggnumst við inn í innviði borgarinnar – sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Um leið er velt upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni. Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna, eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina. Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir arkitekt. Aðgangur 1000 kr.
Ljósmyndasýningin Eyes as Big as Plates opnar fimmtudaginn 1. júní kl. 18:00. Sýningin er samstarfsverkefni milli finnsku og norsku listakvennanna, Riitta Ikonen og Karoline Hjorth. Verkefnið er einkum áhugaverð tilraun til að persónugera þjóðsaganapersónur og náttúruöfl. Frá árinu 2011 hafa þær ferðast til Noregs, Finnlands, Frakklands, Bandaríkjanna, Bretlands, Íslands, Færeyja, Svíþjóð, Japan og Grænlands og myndað fólk í ýmsum náttúrugerfum. Sýningin stendur yfir til 13. ágúst og er aðgangur ókeypis.
Þann 28. júní opnar gagnvirk innsetning í Black Box hússins. Sýningin kallast á ensku -LINES- og stendur yfir til 3. september. Á sýningunni færðu tækifæri til að semja tónlist með gagnvirkum línum sem gefa frá sér hljóð. Sænska tónskáldið Anders Lind hefur skapað þessa einstöku innsetningu sem kannar eina af grunnþáttum vestrænnar tónlistar: Línur. Sýningin er einstök skemmtun og skapandi fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur.
Skoða nánar á vef Norræna hússins
Á miðvikudagskvöldum í sumar verður hægt að kynna sér Norræna húsið og norræna menningu með leiðsögn, ljúffengri tveggja rétta máltíð á AALTO Bistro og tónleikum í Tónleikaröð Norræna hússins. Verð aðeins aðeins 7800kr. Skoða nánar