Sumarnámskeiðin verða kennd í Myndlistaskólanum í Reykjavík að Hringbraut 121 en einnig verða námskeið í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum. Sumarnámskeiðin eru flest einnar viku löng. Kennslan fer fram daglega ýmist fyrir eða eftir hádegi.
Kennt verður vikurnar 14.-18. júní, 21.-25. júní og 28. júní - 2. júlí.
Einnig verða í boði nokkur námskeið í ágúst, sem auglýst verða síðar.
Hér er hægt að skoða námskeiðin. Nánari upplýsingar um hvert námskeið finnur þú með því að smella á heiti námskeiðs.
www.mir.is.